Aðventa með Schubert

Kammerkór Egilsstaðakirkju

28. November, 2021

Kammerkór Egilsstaðakirkju og hljómsveit heimamanna, undir dyggri stjórn Torvalds Gjerde, flytja saman messu nr. 4 eftir Franz Schubert, ásamt öðru fallegu aðventu- og jólaefni, í Egilsstaðakirkju, sunnudaginn 28. nóv. kl. 17.00.

Aðgangseyrir er 2.500 kr, 1.500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn, frítt fyrir börn.

Enginn posi er á staðnum.

ATH! Allir tónleikagestir þurfa að sýna neikvætt covid-hraðpróf við komu og bera grímur. Opið verður í „Blómabæ“ á sunnudeginum (tónleikadeginum) kl. 11.30-12.30 (hægt verður komast í hraðpróf þann dag til kl. 13.30 fyrir þá sem ekki komast á auglýstum tíma hraðprófa).

Hægt er að panta tíma í gegnum heilsuveru og kóðinn kemur í framhaldinu til viðkomandi í sms-i.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Við hlökkum til að sjá ykkur