5 mínútur í jól – Hátíðartónleikar í Eskifjarðarkirkju

Eskifjarðarkirkja

10. December, 2022

Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN. Sérstakur gestur: RAKEL

Hljómsvetin LÓN með söngvarann Valdimar í broddi fylkingar hefur undanfarið unnið að lágstemdri og kósy jólatónlist í samstarfi við söngkonuna RAKEL. Þetta eru nýjar og oft á tíðum óvæntar útgáfur af þekktum jólalögum sem flestir íslendingar kannsast við.
Afraksturinn af þessari vinnu má sjá og heyra í sérstökum jólaþætti sem sýndur verður á Sjónvarpi Símanns í desember. Einnig er væntanleg Jólaplata frá hópnum og ber hún nafnið „5 mínútur í jól” Til þessað fagna þessari útgáfu og komu jólanna munu þau leggja upp í tónleikaferð og halda hlýlega og notalega Jólatónleika í kirkjum landsins.
Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30
Miðaverð er 4.900 og fer miðasalan fram á tix.is