Tónleikar Coney Island Babies

Tónleikar Coney Island Babies

15. October, 2021

Tónleikar Coney Island Babies
Föstudaginn 15. október kl. 21:00
Valhöll, Eskifirði
Miðaverð: 2.000 kr.

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum tónleika Coney Island Babies í Valhöll Eskifirði, föstudaginn 15. október þar sem þau ætla að flytja úrval laga af plötunum sínum auk nokkurra vel valinna ábreiða.

Coney Island Babies var stofnuð árið 2004 í Neskaupstað og hefur starfað með stuttum hléum alla tíð síðan.

Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur: Morning to Kill (2012) og Curbstone (2020) en sú síðarnefnda vakti þó nokkra athygli og innihélt m.a. lagið Swirl sem varð vinsælt í fyrrasumar og endaði í 32. sæti yfir mest spiluðu lög síðasta árs á Rás 2. Báðar plöturnar má finna á Spotify.

Talið verður í fyrsta lag stundvíslega klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

Vinir okkar í DDT-Skordýraeitri verða sérstakir gestir og flytja nokkur lög, gömul og ný.