20 ára afmælistúr Hvanndalsbræðra

Tehúsið Hostel

5. September, 2022

20 ára afmælistúr Hvanndalsbræðra
Hljómsveitin Hvanndalsbræður ætlar að fagna 20 ára starfsafmæli sínu með smá afmælisbíltúr, koma við hér og þar og slá upp tónleikum. Allt verða þetta tónleikastaðir sem hljómsveitin hefur ekki áður leikið inni á og því mikil tilhlökkun í hópnum. Leikin verða lög vítt og breitt af efniskrá hljómsveitarinnar og verður fyrst og fremst haft gaman af.
Miðasala er við hurð og miðaverð er 3.900 kr.
Afmælistúrinn:
4. sept – Skúrinn hjá Stebba Jak
5. sept – Tehúsið Egilsstöðum
6. sept – Beituskúrinn Neskaupsstað
7. sept – Hafið Höfn
8. sept – Midgard Base Camp Hvolsvelli
9. sept – Draugasetrið Stokkseyri
10. sept – Bæjarbíó Hafnarfirði.