Síreksstaðir

Ferðaþjónustan Síreksstöðum er á sveitabæ þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur. Sérstaðan er m.a staðsetningin, kyrrðin þar sem hægt er að setjast niður og hlusta á kyrrðina og náttúruna í öllu sínu veldi. Fallegur veitingastaður er á Síreksstöðum þar sem lögð er áhersla á afurðir beint frá bænum og úr héraði.