Sænautasel

Á Sænautaseli er rekin ferðaþjónusta á sumrin. Þar er sögð saga fólksins, sem bjó á heiðinni og búskaparháttum. Hægt er að setjast og njóta veitinga í bænum, þar sem búið er að koma upp fullkomnu eldhúsi. Sænautasel er þekkt fyrir góðar lummur og súkkulaði sem og aðrar girnilegar veitingar.