Nielsen Restaurant

Nielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. Húsið hefur gegnt allskyns hlutverkum í gegnum árin en hefur í seinni tíð verið einn vinsælasti veitingastaður Egilsstaða.

Aðaláhersla er lögð á að nýta hráefni úr Héraði og nágrenni og breytist matseðillinn ört í takt við árstíðir og framboð hráefnis. Ferskur fiskur, lífrænt grænmeti, allskonar villibráð og meira að segja wasabi sem er ræktað rétt hinu megin við fljótið! Matseðillinn er svo hannaður með þetta hráefni í aðalhlutverki, og tekur mið af árstíðabundnu framboði sem gerir það að verkum að seðillinn breytist ört í takt við það…þú skalt því ekki láta þér bregða ef matseðillin hefur gjörbreyst frá því þú borðaðir á Nielsen síðast.