Hjáleigan

Kaffihúsið Hjáleigan stendur við hlið gamla torfbæjarins sem hýsir Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði. Eftir heimsókn í minjasafnið er notalegt að setjast niður í Hjáleigunni og njúta ljúffengra veitinga í friðsælu umhverfi sveitarinnar.

Skammt frá kaffihúsinu er lítið dýragerði. Þar er hægt að kynnast hinum ýmsu húsdýrum og fá að klappa þeim.