Beituskúrinn

Beituskúrinn ber nafn með rentu því staðurinn er í gömlum uppgerðum beituskúr við sjávarsíðuna í Neskaupstað. Um greiðasölu er að ræða þar sem matseðillinn er síbreytilegur. Þar er þó í boði kaffi, bakkelsi og matur og staðurinn því allt í senn, kaffihús, bar og matsölustaður.