Verkefnastjóri – Rannsóknir & greiningar

Við auglýsum starf verkefnastjóra á sviði rannsókna og greininga. Ef þú vilt vinna á faglega krefjandi og skemmtilegum vinnustað, þar sem rannsóknir og greiningarvinna eru meginviðfangsefnið, þá er þetta starfið fyrir þig!

Ertu forvitinn, skipulagður og fjölhæfur rannsakandi?

Austurbrú auglýsir eftir sérfræðingi til að leiða rannsóknar og greiningarverkefni innan Austurbrúar. Um er að ræða starf sem felst í að vinna ýmiskonar rannsóknir og greiningar sem tengjast m.a. byggðaþróun á Austurlandi, atvinnulífi, innviðum og lýðþróun auk ýmiskonar viðtalsrannsókna. Umsjón og utanumhald með umsóknum um styrki í takt við rannsóknarstefnu Austurbrúar auk vinnu við sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar og greiningu vísa Sóknaráætlunar Austurlands. Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, skapandi, lausnamiðaður og á auðvelt með að draga saman upplýsingar í ræðu og riti og skapa yfirsýn. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hópi og eigi auðvelt með að starfa með öðrum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og framkvæmd rannsóknarverkefna
  • Vinnsla greiningar- og vöktunarverkefna
  • Mælaborð Austurlands
  • Umsóknir um styrki
  • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi
  • Menntun í aðferðafræði & tölfræði
  • Haldgóð reynsla af rannsóknavinnu og beitingu aðferða og tölfræðivinnslu
  • Mjög góð hæfni í gagnavinnslukerfum; sérstaklega PowerBi og Excel auk tölfræðiforrita s.s. SPSS, Jamovi
  • Færni og reynsla í gerð viðhorfskannana og viðtalsrannsókna
  • Mikil færni í textagerð, skýrsluskrifum og framsetningu gagna
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð færni í samskiptum
  • Leiðtogahæfni

Fríðindi í starfi

  • Jafnlaunavottun
  • Góður aðbúnaður
  • Sveigjanlegt starfsumhverfi
  • Heimavinnudagar
  • Stytting vinnuviku

Umsókn skal fylgja

  • Ferilskrá
  • Kynningarbréf
  • Greinargerð sem lýsir reynslu af vinnu við rannsóknarverkefni
  • Upplýsingar um meðmælendur

Fyrirspurnir og umsóknargögn skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2022

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefnastjóri getur haft aðsetur á hverri af starfsstöðvum Austurbrúar en búseta á Austurlandi er skilyrði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

Austurbrú er þverfaglegur og krefjandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Starfsstöðvarnar bjóða góða aðstöðu og aðbúnað. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála.