Verkefnastjóri Austurbrú

Austurbrú auglýsir eftir verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála

Við leitum að verkefnastjóra í teymi byggða- og atvinnuþróunar með sérstaka áherslu á umhverfis- og skipulagsmál. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.

Helstu verkefni

  • Umsjón með umhverfis- og skipulagsmálum og verkefnum á því sviði
  • Samskipti við ríki, sveitarfélög og aðra hagaðila vegna umhverfis- og skipulagsmála
  • Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verkssviði Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
  • Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur við frumkvöðla

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, kostur ef það er á sviði umhverfis og/eða skipulagsmála
  • Þekking og reynsla af umhverfis- og/eða skipulagsmálum skilyrði
  • Reynsla af verkefnastjórn og/eða ráðgjöf er kostur
  • Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur
  • Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og færni í að koma frá sér efni
  • Góð færni í íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta

 

Austurbrú vinnur að því að Austurland verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Veitt er samræmd og þverfagleg þjónustu tengd atvinnulífi, menntun og menningu og unnið að metnaðarfullum verkefnum á sviði háskólanáms og rannsókna, markaðs-, menningar-, nýsköpunar-, atvinnu- og þróunarmála og símenntunar. Verkefnin eru fjölbreytt en þjóna öll hagsmunum landshlutans og hafa þann tilgang að stuðla að framþróun menntunar, menningar og atvinnulífs á Austurlandi.

 

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi umsækjenda. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, [email protected]