Verkefnastjóri á Vopnafirði!

Auglýst er eftir skrifstofufulltrúa / verkefnastjóra stjórnsýslu á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Um fullt starf er að ræða.

Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða í skemmtilegu vinnuumhverfi. Um úrbótastarf er að ræða sem krefst frumkvæði, drifkrafts og uthalds við að fylgja verkefnum eftir. Jákvætt viðhorf og vilji og geta til að vinna vel með öðrum er grunnforsenda þess að ná árangri í starfinu.

Starfið heyrir beint undir sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn skrifstofuumsjón
 • Ýmis verkefni á sviði gæða- og stjórnsýslumála
 • Umsjón með gerð verkferla, starfsmannahandbókar og gæðahandbókar
 • Þátttaka í uppbyggingu og umsjón skjalakerfis
 • Umsjón með jafnlaunakerfi sveitarfélagsins
 • Upplýsingamiðlun og umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins
 • Samskipti við eftirlitsaðila, s.s. heilbrigðiseftirlit vegna úttekta og úrbóta
 • Undirbúningur funda, ritun fundargerða og eftirfylgni verkefna
 • Þátttaka í þróunarstarfi og áætlanagerð
 • Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Þekking af verkefnastjórnun, gæðastjórnun og innleiðingarvinnu er kostur
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Mjög góð tölvufærni, þekking á Sherapoint og Office forritum mikilvæg
 • Rík þjónustulund
 • Mjög góð samskipta- og samvinnufærni
 • Jákvætt viðhorf, frumkvæði og drifkraftur
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Sótt er um starfið á ráðningarvef Alfreðs:  Verkefnastjóri á Vopnafirði! | Vopnafjarðarhreppur | Fullt starf Vopnafjörður | Alfreð (alfred.is)

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarféags.

Umsóknarfrestur er til og með 31. Janúar 2023.

Vopnafjarðarhreppur er fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður. Vopnafjarðarhreppur hefur hlotið jafnlaunavottun.

Nánari upplýsingar veitir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps í síma 473 1300 eða í gegnum netfangið [email protected]