Verkefnastjóri á framkvæmda- og umverfissviði Fjarðabyggðar

Fjarðabyggða auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra skipulags- og byggingarmála á framkvæmda- og umverfissviði.

Verkefnastjóri sinnir verkefnum við skipulags- og byggingarmál auk almennrar þjónustu á framkvæmda- og umhverfissviði. Verkefni starfsins eru fjölþætt en auk áherslu á skipulags- og byggingarmál felast þau í öðrum verkefnum innan sviðsins, þ.m.t. umhverfis- og loftlagsmálum ásamt framkvæmdamálum.

Við leitum af öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að leggja sitt að mörkum við áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Leitað er eftir einstakling sem á auðvelt með að starfa í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á móttöku og skráningu teikninga og skjala vegna byggingar- og framkvæmdamála.
  • Ábyrgð og umsjón á skjala- og teikningavörslu.
  • Ábyrgð á skráningu upplýsinga vegna skipulags- og byggingarmála, gatna og veitna.
  • Almenn þjónusta á framkvæmda- og umhverfissviði við viðskiptavini.
  • Þátttaka í undirbúningi mál og funda á sviðinu ásamt afgreiðslufundum. Ábyrgð á frágangi annarra mála sviðsins sem honum er falið.
  • Þátttaka í starfi og teymisvinnu innan sviðs sem utan.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf, sveinsréttindi í mannvirkjaiðn eða sambærileg menntun er áskilin.
  • Háskólapróf grunnnám, B.A. B.Ed. B.S. B.Sc. eða tæknimenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þjónustulund og hæfni í samskiptum er mikilvæg.
  • Sjálfstæði og agað verklag er mikilvægt.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Færni í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
Fríðindi í starfi

Íþrótta- og tómstundarstyrkur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.