VEITUSTJÓRI

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf veitustjóra fyrir Fjarðabyggð, en um er að ræða fullt starf auk bakvakta.

Starfið heyrir undir framkvæmdasvið og ber starfsmaður ábyrgð á daglegri stjórnun, umsjón og eftirliti með rekstri veitna í Fjarðabyggð. Veitur á svæðinu eru hitaveita Eskifjarðar, fjarvarmaveita á Norðfirði og Reyðarfirði ásamt vatns- og fráveitu í Fjarðabyggð. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum við veitur með aðstoð starfsmanna þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar og verktaka. Tekur þátt í mótun og gerð þjónustustefnu fyrir hita-, fjarvarma-, vatns-, og fráveitu með yfirmanni. Einnig við mótun og gerð gæðakerfa fyrir veitur og vinnu samkvæmt þeim. Umsjón með þjónustu við aðrar deildir Fjarðabyggðar, samkvæmt verkbeiðnum eða samningum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Tækni- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af rekstri og framkvæmdum.
  • Þekking á áætlanagerð.
  • Þekking á helstu upplýsingatæknikerfum sem notuð eru í sveitarfélaginu.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Bílpróf

Veitustjóri I.pdf

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum og eru konur hvattar til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk. Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn.

Nánari upplýsingar veitir Svanur Freyr Árnason, [email protected] eða í síma 470-9000

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér