Fellabær

Vegagerðin óskar eftir yfirverkstjóra í Fellabæ

Yfirverkstjóri Fellabær Austurland

Starf yfirverkstjóra við þjónustustöðina á í Fellabæ er laust til umsóknar.
Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar í Fellabæ. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn þjónusta og viðhald vega sem og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvar í Fellabæ. Viðhald og þjónusta á malarvegum og og bundnu slitlagi, umsjón með lagerhaldi og áhaldahúsi. Eftirlit og stjórnun verkefna í sumarþjónustu sem og samskipti við verktaka. Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við vaktstöð Vegagerðarinnar. Samskipti og eftirlit með verktökum í vetrarþjónustu.

Hæfnikröfur
Almennt grunnnám.
Marktæk reynsla af stjórnun
Verkstjórnarnámskeið er æskilegt
Góð íslenskukunnátta
Góð tölvukunnátta
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stjórnendafélag Austurlands hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.

Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá hæfnikröfur sem óskað er eftir.

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.10.2020

Nánari upplýsingar veitir
Sveinn Sveinsson – [email protected] – 5221000
Davíð Þór Eyrbekk Sigfússon – [email protected] – 5221000

Vegagerðin
Þjónustustöð Fellabæ
Áhaldahús Fellabæ
701 Egilsstaðir


Smellið hér til að sækja um starf