Vallastjóri á Fljótsdalshéraði

Laus er til umsóknar starf vallastjóra á Fljótsdalshéraði. Starfið felst í því að hafa umsjón með og sinna umhirðu og viðhaldi íþróttavalla á Fljótsdalshéraði, sjá um daglegan rekstur þeirra og viðhald tækni-, vél- og rafbúnaðar hvers konar og vera í góðum samskiptum við íþróttafélög sem nota vellina. Yfir vetrarmánuðina sinnir starfsmaður auk þess ýmsum tilfallandi verkefnum á vegum áhaldahúss sveitarfélagsins.

Helstu verkefni
Umsjón, umhirða og viðhald íþróttavalla, vallahúsa, áhorfendasvæða og umhverfi þeirra allt árið
Aðkoma að gerð fjárhagsáætlanar, viðhalds- og umhirðuáætlanar fyrir íþróttavellina
Umsjón með íþróttaáhöldum og búnaði vallanna
Samskipti við íþróttafélög og undirbúningur fyrir notkun íþróttavallanna
Ýmis konar verkefni á vegum áhaldahússins yfir vetrartímann, m.a. umhirða og viðhald leiktækja á opnum svæðum

Hæfniskröfur
Þekking eða reynsla af umhirðu gróðurs og eða íþróttavalla mikilvæg
Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
Reynsla af tæknibúnaði góður kostur
Meirapróf kostur
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar mikilvægir
Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst.
Um fullt starf er að ræða og laun greiðast samkvæmt kjarasamningi FOSA og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.
Allar frekari upplýsingar veitir verkstjóri áhaldahúss í síma 864 4979 eða netfangið [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 21. desember 2018.
Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir merkt Vallastjóri eða á netfangið [email protected]