Umsjónaraðili í Tryggvabúð

Múlaþing auglýsir 60% starf umsjónaraðila í Tryggvabúð frá 1. mars 2023. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara þar sem opið er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10:00-18:00.

Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum. Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundarstarfauk dagþjónustu fyrir eldri borgara.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn félags eldri borgara á Djúpavogi, fjölskylduráð Múlaþings og félagsmálastjóra
  • Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi auk þrifa
  • Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af því að starfa með fólki
  • Skipulagshæfileikar
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veita Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri heimaþjónustu á netfanginu adalheidur.arnadottir@mulathing.is og Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri í síma 470 0700.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Fólk af öllum kynjum eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþngs á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu, skólum og frístund þurfa ða veita heimild til a ðleitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Umsjónaraðili í Tryggvabúð | Fjölskyldusvið | Hlutastarf Djúpivogur | Alfreð (alfred.is) eða í gegnum heimsíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is undir „laus störf“.