Sumarstarfsmaður í sláttugengi

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir eftir starfsmönnum í sláttugengu sumarið 2022 á starfstöðvar sveitarfélagsins á Seyðisfirði.

Um er að ræða störf frá 23. maí til 19. ágúst.

Sláttugengi sveitarfélagsins sjá um orfaslátt m.a. á opnum svæðum sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Orfa- og vélsláttur á opnum svæðum sveitarfélagsins
  • Orfa- og vélsláttur á skóla- og leikskólalóðum sveitarfélagsins
  • Orfa- og vélsláttur á öðrum svæðum sem sveitarfélagið sinnir

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Færni til og áhugi á að slá með sláttuorfi
  • Áhugi á að halda sveitarfélaginu snyrtilegu
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð
  • Metnaður og dugnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðmót
  • Samstarfshæfni

Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2005 eða fyrr.

Vinnustaðir Múlaþings eru tómbakslausir og fjölskylduvænir

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags

Nánari upplýsingar um störfin veitir Margrét Ólöf Sveinsdóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu [email protected]

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Sumarstarfsmaður í sláttugengi | Umhverfis-og framkvæmdasvið | Sumarstarf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)