Starf í Móttöku á hóteli & veitingastað

Okkur vantar að bæta við okkur einstakling í móttöku okkar á Gistihúsið Lake hotel – Egilsstaðir.

Starfið felst í því að taka á móti gestum sem koma á hótelið eða veitingastaðinn okkar. Sjá um bókanir fyrir hópa og einstaklinga á báðum stöðum. Þarf að vera sveigjanlegur til að þjóna gestum á barnum og á veitingastað ef þess þarf. Þrif og önnur tilfallandi verkefni.

Vaktaplan er eftir samkomulagi og húsnæði mögulega í boði.

Við horfum eftir að ráða í framtíðarstarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka gesta á hótel og veitingastað
  • Svara símtölum og tölvupóstum
  • Sjá um bókanir á hótel og veitingastað
  • Almenn barstörf, s.s. kaffi, kokteilar ofl.
  • Innkaup og móttaka á vörum
  • Þrif og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af hótel eða bar störfum æskileg
  • Reynsla af bókunarkerfum kostur
  • Jákvæðni, góð samskiptahæfni, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslensku og enskukunnátta nauðsynleg

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 19003 og ljær því einstakan blæ.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Starf í Móttöku á hóteli & veitingastað | Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir (alfred.is)