Sparisjóður Austurlands hf. auglýsir starf laust til umsóknar

Laust starf til umsóknar
Sparisjóður Austurlands hf. auglýsir starf laust til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og felst
það í almennum gjaldkerastörfum og bakvinnslu ásamt öðrum verkefnum.
Við leitum að skipulögðum, öflugum og þjónustulunduðum einstaklingi með ríka
samskiptahæfni til að sinna viðskiptavinum okkar.

Hæfnikröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfið.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Góð tungumálakunnátta.
• Góðir samskiptahæfileikar og skipulagshæfni.
• Frumkvæði og sjálfstæði.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 15. júní
Launakjör eru miðuð við kjarasamninga Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja við Samtök atvinnulífsins.
Aðrar upplýsingar
Sparisjóðurinn er gamalgróið fjármálafyrirtæki sem hefur starfað síðan árið 1920. Við leggjum áherslu á
að veita viðskiptavinum okkar víðtæka og persónulega þjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins.
Sparisjóðurinn lætur samfélagslega ábyrgð sig varða og veitir styrki til hinna ýmsu málefna ár hvert.
Hjá sjóðnum starfa 6 manns og er hann staðsettur í Neskaupstað.
Umsóknarfrestur er til 6. mars 2020.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur G. Pálsson í síma 470-1100.
Umsóknir ásamt ferilsskrá sendist á netfangið [email protected].