Slagverkskennari

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum óskar eftir slagverkskennara í afleysingar það sem eftir er skólaársins 2023-24 í um 50% starf. Að mesetu leyti er um að ræða kennslu á trommusett í grunnnámi en nokkrir nemendur eru í almennu námi á ásláttarhljóðfæri. Til greina kemur að ráða fleiri en einn kennara í lægra starfshlutfall eða að auka við kennsluna í samræmi við áhuga og hæfni umsækjenda.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starf tónlistarskólans á Egilsstöðum er blómlegt, í góðum tengslum við Egilsstaðaskóla og meirihluti kennslunnar fer fram á skólatíma grunnskólanemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra
  • Undirbúningur nemenda fyrir tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði
  • Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda
  • Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk
  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Íslenskukunnátta eða vilji til þess að læra íslensku markvisst
  • Færni í mannlegum samskiptum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og FT/FÍH.

Farið er eftir jafnréttislögum við ráðningar í störf hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Sóley Þrastardóttir í síma 470 0570 eða á netfanginu [email protected].

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið (eða kynningabréf).

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum ráðningavef sveitarfélagsins hjá Alfreð og fara samskipti og úrvinnsla umsókna þar fram.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is.

Þeir sem ráðnir er util starfa hjá félagsþjónustu, skólum og frístund þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.