Skipstjóri hjá Fjarðabyggðarhöfnum

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf skipstjóra hjá Fjarðabyggðarhöfnum.

Starfið felur í sér skipstjórn á dráttarbát Fjarðabyggðarhafna og ábyrgð á að dráttarbáturinn sé ávallt tilbúinn til notkunar þegar þörf krefur auk afleysingar í hafnsögu. Skipstjóri sinnir auk þess ýmsum störfum og verkefnum hjá framkvæmdamiðstöð.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Skipstjórnarréttindi (2. Stig).
  • Hafngæslumannsréttindi í hafnarvernd er kostur.
  • Vigtarréttindi er kostur.
  • Bílpróf.
  • Góð íslensku kunnátta.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.