Sjúkraliði Fáskrúðsfirði

Laus er til umsóknar 80% staða sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Uppsölum. Um er að ræða vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum sjúkraliða samkvæmt lögum og reglugerðum. Í starfinu felst einstaklingsmiðuð aðstoð og umönnun við íbúa heimilisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
 Umsækjandi skal hafa lokið sjúkraliðanámi frá viðurkenndri menntastofnun og hafa gilt starfsleyfi.
 Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 Rík þjónustulund.
 Hreint sakavottorð.