Sérfræðingur í launavinnslu – Reyðarfjörður

Við leitum að sérfræðingi í launavinnslu Alcoa Fjarðaáls sem er stærsta
iðnfyrirtæki landsins með um 540 starfsmenn á launaskrá. Launavinnslan
ber meðal annars ábyrgð á launaútreikningi fyrirtækisins, launatengdri
skýrslugerð og samskiptum við starfsmenn vegna launa.

Helstu verkefni
Umsjón með tímaskráningum, launakeyrslu, skilagreinum
og annarri almennri launavinnslu
Skýrslugerð og gagnagreining
Utanumhald og framsetning launaáætlunar og launaspár
Samskipti við starfsmenn vegna launa og réttinda

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun eða mikil reynsla af launavinnslu
Færni í notkun Excel
Færni í mannlegum samskiptum
Þekking, reynsla og áhugi á gagnagreiningu og skýrslugerð
Þekking á kjarasamningum og réttindamálum
Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Áhugasamir eru
hvair til að afla frekari upplýsinga hjá Eddu Elísabetu Egilsdóttur í gegnum
netfangið [email protected] eða í síma 470 7700.
Hægt er að sækja um starf sérfræðings í launavinnslu
á alcoa.is til og með 13. september.

Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið
1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu
í heiminum. Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði
starfsmanna, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið.