Rekstrarstjóri á Reyðarfirði

Pósturinn óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til að leiða starfsemi Póstsins á Reyðarfirði.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem þjónustusvæði rekstarstjóra nær frá Neskaupstað að Stöðvarfirði. Við leitum að framsæknum aðila sem kemur auga á tækifæri og getur leitt breytingar innan Póstsins með farsælum hætti. 

 Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Daglegur rekstur stöðvarinnar 
 • Umsjón með afgreiðslu, vinnslu og dreifingu á svæðinu 
 • Ráðningar, mannauðsmál og verkefnastýring 
 • Uppgjör, afstemmingar og lagermál 
 • Daglegar úrlausnir ýmissa mála 
   

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt 
 • Reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg 
 • Leiðtogafærni og hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Lausnamiðuð hugsun og frumkvæði 
 • Góð tölvukunnátta 
 • Sjálfstæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð 
   

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2024. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa,í tölvupósti – [email protected]