Raf- og véliðnaðarmenn á kranaverkstæði Reyðarfirði

Við leitum að öflugum raf- og véliðnaðarmönnum í dagvinnu á kranaverkstæði Alcoa Fjarðaáls. Starfsmenn kranaverkstæðis sinna viðhaldi krana og búnaðar tengdum kerskála. Framleiðslan er mjög tæknivædd og mikið um iðnstýringar. Áhersla er lögð á að tryggja áreiðanleika með fyrirbyggjandi viðhaldi sem tekur mið af raunverulegu ástandi búnaðar. Starfsmenn kranaverkstæðis taka jafnframt virkan þátt í stöðugri þróun viðhalds.

Hvers vegna að velja starf hjá Alcoa Fjarðaáli?

Góð laun og fjölskylduvænn vinnutími.
Tækifæri í gegnum þjálfun, fræðslu og ölbreytta starfsreynslu.
Komið er fram við alla af vinsemd og virðingu.
Heilsa og öryggi starfsfólks eru ávallt forgangsmál.
Samhent teymi ólíkra einstaklinga eru lykillinn að árangri.
Við erum framsækin í jafnréttismálum og viljum fjölga konum
í hópi iðnaðarmanna.

Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um störfin. Frekari upplýsingar
veitir Jón Þór Björgvinsson, leiðtogi kranaverkstæðis, í gegnum netfangið
[email protected] eða í síma 470 7700.
Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknir eru trúnaðarmál
og þeim er öllum svarað. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum
14. október.

Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið
1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu í
heiminum. Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði
starfsmanna, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið.