egilsstadaskoli

Náms- og starfsráðgjafi

Egilsstaðaskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa til starfa við stoðþjónustu skólans 50-100% starf. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá og með 1. október og út skólaárið.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu
  • Veita upplýsingar og ráðgjöf til nemenda um náms- og starfsval
  • Stuðla að betri líðoan og farsæld nemenda í skólanum
  • Hjálpa nemendum að finna styrkleika sína og námsstíl
  • Situr í Stoðþjónustuteymi skólans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa lokið námi í Náms- og starfsráðgjöf
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og Kennarasambands íslands.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðurnar. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Egilsstaðaskóla þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri í síma 470 0607 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Náms- og starfsráðgjafi | Egilsstaðaskóli | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)