LYFTUVÖRÐUR Í SKÍÐAMIÐSTÖÐINA Í ODDSSKARÐI

Skíðamiðstöðin Oddskarði óskar eftir að ráða til sín lyftuverði skíðaveturinn 2021-2022.  Í boði eru 50% til 80% störf. Einnig eru í boði störf í tímavinnu. Vinna fer fram seinnipart dags og um helgar.

Starfslýsing:

  • Lyftuvarsla, uppsetning í byrjun dags og frágangur í lok dags.
  • Aðstoða gesti við að komast í og úr skíðalyftum ásamt stjórnun á skíðalyftum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

 Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að hafa góða þjónustulund.
  • Geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
  • Hafa gaman af útiveru.
  • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúin að takast á við skemmtilegt starf.
  • Gerð er krafa um vammleysi, gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  • Bílpróf er nauðsynlegt.

Umsóknarfrestur er til 17. desember 2021.

Starfslýsing.

Sótt er um starfið á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Árni Gunnarsson verkefnastjóri, í síma 895-9005 og með tölvupósti [email protected]