Leikskólakennari

Laus störf í nýrri leikskóladeild Hádegishöfða við Vonarland

Fyrirhuguð er opnun nýrrar leikskóladeildar á Vonarlandi Egilsstöðum sem verður rekin undir hatti leikskólans Hádegishöfða.

Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli í Fellabæ sem starfar í anda Reggio Emilia, áhersla er á umhverfismennt og er Hádegishöfði skóli á grænni grein. Megináherslu í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun barna sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri.

Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn). Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugi á að vinna með börnum
Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta