Leikskólafulltrúi á fjölskyldusviði Múlaþings

Leikskólafulltrúi hjá Múlaþingi
Leikskólafulltrúi á fjölskyldusviði Múlaþings

Um er að ræða nýtt og áhugavert starf hjá Múlaþingi. Óskað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur góða samskiptafærni og þjónustulund. Næsti yfirmaður er fræðslustjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf, umsjón og eftirlit með faglegum þáttum í leikskólastarfi
Yfirumsjón og eftirlit með viðbótarkennslu og ráðgjöf við framkvæmd stuðningsúrræða í leikskólum sveitarfélagsins
Skýrslugerð og stjórnsýsla sem tengist málaflokknum
Stefnumótun, þróunar- og nýbreytnistarf
Umsjón og ráðgjöf vegna símenntunar og starfsþróunar í leikskólum
Almenn fræðsla og upplýsingar til foreldra barna í leikskólum
Umsóknarlisti og innritun.
Umsjón og eftirlit með daggæslu barna
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun skilyrði
Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og/eða kennslufræði æskileg
Reynsla af þróunar- eða nýbreytnistörfum í leikskólastarfi kostur
Frumkvæði, sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri [email protected]

Áhugasamir, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendum er bent á kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda. Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á [email protected]