Laus störf hjá Egilsstaðaskóla

Kennarastaða við Egilsstaðaskóla – afleysingastaða

Kennara vantar til starfa við Egilsstaðaskóla frá miðjum nóvember. Auglýst er eftir umsjónarkennara með starfshæfni á miðstigi. Um að ræða 80% afleysingastöðu til loka yfirstandandi skólaárs. Meðal kennslugreina er stærðfræði, íslenska og samfélagsgreinar.
Gerð er krafa um leyfisbréf, góða samskiptafærni, vilja og hæfni til að starfa í teymiskennslu og skipulagshæfileika.
Umsóknarfrestur um ofangreinda stöðu er til 26. október n.k. Nánari upplýsingar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4700 607 eða netfang [email protected]
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda skólastjóra [email protected]

Stuðningsfulltrúi

Við Egilsstaðaskóla er laust til umsóknar starf stuðningsfulltrúa. Um er að ræða 80% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Starf stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og felur í sér stuðning við nemendur í kennslustundum, gæslu í hádegi og frímínútum.
Leitað er að aðila sem hefur áhuga á að starfa með börnum og á auðvelt með samskipti við þau. Hefur til að bera góða samskiptahæfni og er tilbúinn að vinna með öðrum. Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Egilsstaðaskóla, Ruth Magnúsdóttir, í síma 4700-605.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið [email protected] og er umsóknarfrestur til og með 26. október.

www.egilsstadaskoli.is