Laus staða starfsmanns í eldhúsi og á deild.

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla auglýsir eftir starfsmanni sem hefur yfirumsjón með móttökueldhúsi en er einnig að hluta til inni á deild.

Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og listaskóli staðsettur á þremur nálægum starfsstöðvum í miðbæ Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli með um 25 nemendur. Unnið er með uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar í öllum deildum Seyðisfjarðarskóla. Einkunnarorð skólans eru: Í hverju barni býr fjársjóður.

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta