Kennari óskast í Brúarás

Auglýst er eftir kennurum í eftirtalin störf næsta skólaár við Brúarásskóla

100% staða umsjónakennara á yngsta stigi

100% staða kennara á mið og unglingastigi þar sem stærðfræði og enska eru meðal kennslugreina

Brúarásskóli er samrekinn grunn- og leikskóli í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði. Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina í gegnum fjölbreytt þemaverkefni sem dreifast yfir veturinn. Mikið er lagt upp úr tjáningu og framsetningu verkefna sem nemendur ljúka. Verkgreinum er gert hátt undir hyöfði í skólanum og boðið upp á fjölbreyttar valgreinar fyrir nemendur í 6.-10 bekk. Skólinn leggur auk þess ríka áherslu á útivist og hreyfingu en góður íþróttasalur er í skólanum og auk þess sparkvöllur og ærslabelgur sem nýtast nemendum vel.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár í samráði við aðra kennara og skólastjóra
  • Taka virkan þátt í mótun skólastarfsins með velferð nemenda að leiðarljósi
  • Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi
  • Áhugi á að starfa með börnum
  • Góð hæfni til samvinnu með börnum og fullorðnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslenskri tungu og áhugi á að nýta upplýsingatækni í kennslu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags.

Athugið að skv. 19 gr. laga 95/2019 eru þessi störf auglýst í annað sinn og þeir sem nú þegar hafa sótt um þurfa ekki að sækja um aftur.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri í síma 865 0800 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Brúarásskóla þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinag úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Kennari óskast í Brúarás | Brúarásskóli | Hlutastarf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)