Kennara vantar í Fellaskóla

Fellaskóli í Múlaþingi óskar eftir kennurum í 80% – 100% störf. Æskilegar kennslugreinar eru

  • Íþróttir
  • Umsjónarkennsla í teymi á yngsta stig
  • List- og verkgreinar

Markmið skólans eru vellíðan, virðing og seigla. Starfsfólk starfar í teymum á þremur skólastigum þar sem lög er áhersla á útinám, leiðsagnarnám og einstaklingmiðað nám.

Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samráði við skólastjóra og aðra kennara með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
  • Fylgjast með og eiga samtal við nemendur til að hlúa að velferð þeirra og vellíðan.
  • Taka fullan þátt í skólaþróun samkvæmt áherslum og stefnu skólans og sveitafélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf til kennslu ( skal fylgja umsókn)

Reynsla af kennslu æskileg

Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni

Jákvæðni og áhugi á að starfa samkvæmt þeim áherslum sem eru í skólanum

Sjálfstæði, samstarfsvilji og frumkvæði

Skipulagshæfni

Góð íslenskukunnátta og færni

Launakjör eru samkvmæt kjarasamningum sveitafélagsins og Kennarasambands íslands.