Innkaupasérfræðingur

Launafl ehf. óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf innkaupasérfræðings í verslun fyrirtækisins. Starfið mun heyra undir framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og ábyrgð á innkaupum
 • Birgðastýring og þróun innkaupaferla
 • Samskipti við birgja og flutningsaðila
 • Öflun tilboða og önnur tilfallandi verkefni
 • Vinnur í samráði við fjármálastjóra fyrirtækisins

Menntun- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á innkaupum og birgðahaldi
 • Góð tölvukunnátta
 • Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila og tækifæri til starfsþróunar. Austurland er góður kostur og býður upp á mikla fjölbreytni.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um, óháð kyni.

Launafl er fjölbreytt iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð sem hóf starfsemi árið 2007 og býr yfir breiðum hópi starfsmanna sem hafa mikla reynslu á flestum sviðum iðnaðar.

Launafl þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina, allt frá einstklingum að stóriðju og hjá fyrirtækinu starfa um 95 manns.

Launafl leggur áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður og stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þar ríkir góður starfsandi og því frábært tækifæri fyrir réttan aðila að verða hluti af því teymi.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar veitir Magnús Helgason framkvæmdastjóri í síma 840 7211.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2022.