Hjúkrunarfræðingur – Djúpivogur/Breiðdalsvík

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Starfshlutfall allt að 100% eða eftir frekara samkomulagi. Starfið er laust nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn móttaka á heilsugæslu og heilsuvernd

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði. Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er kostur og/eða reynsla af vinnu á heilsugæslu.
Lögð er áhersla á metnað í starfi, stundvísi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Íslenskukunnátta áskilin.
Ökuréttindi nauðsynleg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknum um störf skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum laus störf.
Reykingar/tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

Starfshlutfall er 70 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.01.2020

Nánari upplýsingar veitir
Jónína Guðrún Óskarsdóttir – [email protected] – 865-5737
Guðrún Pétursdóttir – [email protected] – 4701420 / 6181904

Djúpivogur heilsugæsla
Eyjaland 2
765 Djúpivogur