Fulltrúi á skrifstofu á Seyðisfirði

Laust er til umsóknar 75% starf fulltrúa á skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Múlaþings.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Setja fréttir og annan texta, skjöl og myndir á heimasíðu sveitarfélagsins
  • Vinna með kynningar- og upplýsingafulltrúa varðandi upplýsingagjöftaka á móti þeim sem eiga erindi við sveitarfélagið á skrifstofu á Seyðisfirði, veita upplýsingar og leiðbeina
  • Koma að þróun stafrænna miðla í samráði við sérfræðing stafrænna lausna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Reynsla af störfum hjá stjórnsýslu sveitarfélags kostur
  • Þekking á almennum forritum og leikni í upplýsingatækni
  • Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Mjög góð íslenskukunnátta og færni í textagerð. Góð enskukunnátta
  • Góð þjónustulund og öguð og nákvæm vinnubrögð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningabréf.

Nánari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri í síma 470 0700 eða á netfanginu [email protected]

Fólk af öllum kynjum eru hvött til að sækja um.

Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 26. maí 2022 og sótt er um í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Fulltrúi á skrifstofu á Seyðisfirði | Stjórnsýslu-og fjármálasvið | Hlutastarf Seyðisfjörður | Alfreð (alfred.is)