Framtíðarstarf hjá Olíudreifingu

Olíudreifing leitar að meiraprófsbílstjóra sem hefur ríka þjónustulund
og getur unnið sjálfstætt, til framtíðarstarfa á Austurlandi.
Um fjölbreytt starf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar, tanka, skip og vinnu í birgðastöðvum.

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir
þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og
karla til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937.

Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130
talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum.
Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is.

Sótt er um starfið á vef Olíudreifingar www.odr.is