FÉLAGSLEG LIÐVEISLA

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í félagslega liðveislu. Um er að ræða hlutastarf sem hentar vel fyrir einstaklinga í námi og með öðrum störfum. Starfið felur í sér félagslegan stuðning við börn og einstaklinga til þess að rjúfa félagslega einangrun og til þess að styðja viðkomandi á sviði tómstunda- og frístundaiðkunar.

Félagsleg liðveisla:

  • Aðstoð við að rjúfa félaglega einangrun.
  • Stuðningur við ástundun tómstunda og frístunda.

Meðal hæfniþátta eru:

  • Færni í samskiptum við einstaklinga með mismunandi getu og þarfir.
  • Framtaksemi, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Hæfni til að setja sig í spor annarra.
  • Hæfni til að styðja og hvetja.
  • Íslenskukunnátta æskileg.

Starfslýsing.

Fjölskyldusvið vekur athygli á að þörf er á liðveitendum í flestum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.

Nánari upplýsingar veitir [email protected]

Launakjör fyrir starfið er samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Sótt er um starfið á ráðningarvef sveitarfélagsins.