Deildarstjóri – Neskaupstaður Sjúkrahús

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á sjúkradeild Umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað.  Umdæmissjúkrahúsið sinnir bráðaþjónustu fyrir allt Austurland. Sjúkradeildin er 23 rúma deild með margþætta þjónustu á sviði hand- og lyflækninga auk endurhæfingar- og fæðingaþjónustu. Í Neskaupstað er starfrækt rannsóknastofa, myndgreining og skurðstofa með sólahringsþjónustu, auk heilsugæslu og hjúkrunarheimilis. Um er að ræða 90-100% stöðu í dagvinnu. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð – rekstrarlega, faglega og mannauðslega. Er leiðandi í klínisku starfi og framþróun hjúkrunar á deild. Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar. Deildarstjóri sjúkradeildar Umdæmissjúkrahússins er stór hlekkur í þverfaglegri teymisvinnu innan HSA.

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi.  Hjúkrunarfræðingur skal vera að lágmarki hjúkrunarfræðingur 3 samkvæmt stofnanasamningi HSA og FÍH.  Framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar og/eða stjórnunar er kostur. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum, leiðtogahæfni, víðsýni og getu til að takast á við breytingar. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Íslenskukunnátta áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Starfshlutfall er 90-100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.01.2023

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Kristinsdóttir – sigridur.kristinsdottir@hsa.is
Borghildur F. Kristjánsdóttir – borghildur.f.kristjansdottir@hsa.is

Smelltu hér til að sækja um starfið