Deildarstjóri í 1 ár vegna afleysingar

Tjarnarskógur auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu deildarstjóra frá og með desember 2023.

Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 160 börn á tveimur starfsstöðvum. Leikskólinn Tjarnarskógur er að vinna að innleiðingu á Uppelid til ábyrgðar og horfir til fjölgreindarkenningar Howard Gardners í starfsaðferðum sínum. Einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra og námskrá leikskólans
 • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
 • Stjórnun og ábyrgð á skipulagningu, símati og endurmati á starfi deildarinnar og leikskólans
 • Handleiðsla og ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfáætlun á deildinni
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu og foreldrasamstarfi
 • Að taka þátt í verkefnum er tengjast starfi leikskólans og samstarfi við nærsamfélagið
 • Ábyrgð á að barnið fái stuðning og kennslu við nám sitt og áhuga

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskileg
 • Reynsla af vinnu á leikskóla er skilyrði
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um leikskólann er á www.tjarnarskogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2023 og hægt er að sækja um í gegnum ráðningarvef Alfreðs Deildarstjóri í 1 ár vegna afleysingar . | Leikskólinn Tjarnarskógur (alfred.is) eða á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is undir flipanum “laus störf”.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og ivðkomandi stéttarfélags.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri, í síma 470 0660 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf ásamt kynningarbréfi.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

 

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu, skólum og frístund þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjöskylduvænir.