Austurbrú leitar af öflugum verkefnastjóra

Austurbrú leitar af öflugum verkefnastjóra.
Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Hjá Austurbrú starfa nú um 25 manns á starfsstöðvum Austurbrúar.

Við óskum eftir verkefnastjóra með reynslu af fræðslumálum og þekkingu á stafrænum kennslukerfum.

 Helstu verkefni:

 • Fræðsluþjónusta við fyrirtæki og stofnanir
 • Þróun, skipulag og umsjón námskeiða
 • Þátttaka í teymisvinnu
 • Upplýsingamiðlun og skýrslugerð
 • Þátttaka í öðrum verkefnum á starfssviði Austurbrúar
 • Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í verkefnum
 • Þekking og reynsla af upplýsinga- og kennslukerfum
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Góð samstarfs- og samskiptafærni
 • Mikið frumkvæði og jákvætt hugarfar
 • Færni í sjálfstæðum vinnubrögðum
 • Skapandi og lausnarmiðuð hugsun
 • Góð tölvu- og tæknifærni

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

Nánari upplýsingar:
Jóna Árný Þórðardóttir ([email protected]) Guðrún Á. Jónsdóttir ([email protected]).

Umsóknir:
Umsókn, kynningabréf og ferilskrá skal senda til Katrínar Dóru ([email protected]).
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2020.

Deila