Austurbrú leitar að liðsfélaga í markaðsmál

Austurbrú auglýsir eftir starfsmanni í verkefni á sviði markaðsmála tímabundið til árs með starfsstöð á Reyðarfirði. Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun auk góðra samskiptahæfileika. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Þátttaka í verkefnum á sviði markaðsmála
  • Innsetning efnis á samfélagsmiðla og heimasíður
  • Samskipti vegna fyrirspurna og þjónustu
  • Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni.

Hæfni og menntun: Reynsla eða menntun á sviði ferðaþjónustu eða markaðsmála. Góð tölvufærni, tungumálakunnátta og þekking á vefumsjónarkerfum og samfélagsmiðlum. Starfið krefst metnaðar og skipulagðra vinnubragða auk þekkingar á staðháttum á Austurlandi.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar – hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið [email protected]

Frekari upplýsingar veitir Jóna Árný Þórðardóttir í síma 869-9373 eða á netfanginu [email protected]