
Aðstoðarverkstjóri hjá Eskju
Eskja óskar eftir að ráða aðstoðarverkstjóra til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í uppsjávarfrystihúsi félagsins á Eskifirði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hluta árs er unnið á 12 tíma vöktum sem skiptast í dag- og næturvaktir. Nánari upplýsignar veitir Hlynur Ársælsson, rekstarstjóri uppsjávarvinnslu ([email protected]).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með afköstum og virkni framleiðsluferils sé í uppsjávarvinnslunni
- Að tryggja að vandamál í framleiðsluferli séu greind, leyst og skráð
- Aðstoðarverkstjóri aðstoðar við verkstjórn þegar það á við og er staðgengill verkstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla tengd sjávarútvegi er kostur
- Góður skilningur á framleiðsluferli og framleiðslutækni
- Hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við einstaklinega og starfsmannahópa
- Hæfni til að hvetja fólk til dáða og hámarka frammistöðu þess
- Hæfni til að leiða greiningu og úrlausn vandamála
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
- Hæfni til að nota og læra á ýmis tölvuforrit og kerfi (Innova, MS Office, Navision, Tímon o.fl.)
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní og hægt er að sækja um störfin í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Aðstoðarverkstjóri hjá Eskju | Eskja (alfred.is)