Hráefnahandbók
Mikill uppgangur hefur verið í nýsköpun og framleiðslu matvæla á Austurlandi. Hráefnahlaðborð landshlutans er nær endalaust, allt frá villibráð sem gengur frjáls um fjöll og firði til lífræns grænmetis sem hefur hlotið verðskuldaða athygli um allt land.
Hér að neðan má finna lista yfir matvælaframleiðendur á Austurlandi en sífellt bætast fleiri við, bæði stórir og smáir. Fjölbreytnin eykst líka ár frá ári og er mikilvægt fyrir okkur að hlúa að matvælaframleiðslu í fjórðungnum þannig að við höfum beinan aðgang að hollu og fjölbreyttu hráefni framleiddu í heimabyggð.