Eskja

Eskja er fjölskyldufyrirtæki á Eskifirði sem hefur verið leiðandi afl í íslenskum sjávarútvegi síðustu 70 árin. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og starfsmenn fyrirtækisins eru í dag um 100 talsins. Eskja hefur frá fyrstu tíð haft það að leiðarljósi að umgangast fiskimiðin umhverfis Ísland af ábyrgð og virðingu, í samræmi við lög og reglur og að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.

Eskja sérhæfir sig í hágæðavörum sem framleiddar eru úr síld, kolmunna, makríl og loðnu sem fyrirtækið veiðir á miðunum við Íslandsstrendur. Hátæknivætt frystihús fyrirtækisins á Eskifirði hefur vinnslugetu upp á 900 tonn á sólarhring.