VÉLAVERKFRÆÐINGUR / TÆKNIFRÆÐINGUR

Fluor Ísland óskar eftir að ráða vélaverkfræðing / véltæknifræðing til starfa á starfsstöð
Fluor á Reyðarfirði. Um er að ræða krefjandi starf í verkefnastýringu fyrir Alcoa Fjarðaál.
Í boði er áhugavert starf hjá alþjóðlegu fyrirtæki. Samsteypan Fluor er með starfsstöðvar um allan heim
og eitt af leiðandi byggingar- og verkfræðifyrirtækjum á heimsvísu með um 59.000 starfsmenn.
Við leitum að öflugum einstaklingi til að bera ábyrgð á þjónustuþáttum Fluor á sviði vélbúnaðar.
Hlutverk hans er að veita ráðgjöf tengda vélbúnaði, vali á birgjum, uppsetningu búnaðar og ráðgjöf
vegna viðhalds og virkni.

STARFSLÝSING
• Verkáætlanagerð og skipulagning verkefna
• Gerð þarfagreininga og kröfulýsinga fyrir vélbúnað
• Þátttaka í innkaupum vegna verkefna
• Samskipti við birgja, viðskiptavini og undirverktaka

 

Fluor Ísland óskar eftir að ráða vélaverkfræðing / véltæknifræðing til starfa á starfsstöð. Fluor á Reyðarfirði. Um er að ræða krefjandi starf í verkefnastýringu fyrir Alcoa Fjarðaál.

HÆFNISKRÖFUR
• Háskólagráða í vélaverkfræði/tæknifræði, meistaragráða er kostur
• A.m.k. 5 ára reynsla af verkfræðitengdri hönnun eða sambærilegu starfi
• Skipulagshæfileikar og dugnaður
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Framúrskarandi hæfni í ensku
• Vilji til ferðalaga

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um störfin.

Upplýsingar um störfin veitir Magnús Baldur Kristjánsson, umsjón með verklegum framkvæmdum og staðgengill svæðisstjóra, [email protected] eða Francisco Santoalla, svæðisstjóri, [email protected]

Umsóknum skal skilað til [email protected]