Öryggis- og forvarnafulltrúi Austurlandi

Eimskip Austurlandi auglýsir eftir þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf öryggis- og forvarnarfulltrúa.

Öryggis- og forvarnarfulltrúi ber ábyrgð á forvarnastarfi gegn slysum og tjónum í samvinnu við starfsstöðvar á Austurlandi og öryggis- og tjónadeild. Hann hefur einnig umsjón með greiningum slysa og tjóna og er hluti af fyrsta viðbragði við slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem kunna að vera í starfsemi fyrirtækisins.

Starfið heyrir undir svæðisstjóra en megin starfsstöð er Mjóeyrarhöfn. Aðrar starfsstöðvar eru Höfn Hornafirði, Djúpivogur, Reyðarfjörður, Neskaupstaður og Egilsstaðir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Utanumhald um skráningu slysa
  • Þátttaka í forvarnateymi félagsins
  • Fræðsla, ráðgjöf og eftirlit vegna flutninga á hættulegum varningi
  • Fræðsla um öryggis- og forvarnamál
  • Greining og rannsóknir á frávikum og slysum
  • Áhættumat og innri úttektir á starfsstöðvum á Austurlandi
  • Náið samstarf við stjórnendateymi á Austurlandi
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við svæðisstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking eða reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
  • Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni
  • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Þór Sigurðarsson, svæðisstjóri [email protected].

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips.

Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til aðö sækja um. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2022