Fjallakaffi

Fjallakaffi er allt í senn kaffihús, veitingasala og verslun staðarins. Þar bjóðum við uppá Möðrudalskleinur, ástarpunga, hjónabandssælu, jólakökur, vöfflur með rjóma og heimalagaðri rabbarbarasultu og fleira heimabakað þjóðlegt kaffibrauð.