Vök Bistro
Vök Bistro leggur mikinn metnað í að bjóða upp á hágæða mat unnin úr staðbundnu hráefni. Matseðill staðarins er síbreytilegur og því hver heimsókn frábrugðin hvor annarri. Meðal þess sem stendur gestum til boða er súpu og brauðhlaðborð, jurtate frá Vallanesi og gómsætir smakk plattar með hráefni frá öllu Austurlandi.
Í enda Vök Bistro er að finna bjartan fundarsal í einstöku umhverfi sem nýta má hvort sem er fyrir smærri fundarhöld, námskeið sem og einkaveislur. Salurinn tekur um það bil 20 manns í sæti og er búinn flatskjá sem nota má fyrir fundi. Við tryggjum góða þjónustu og sér Vök Bistro um matar- eða kaffiveitingar eftir óskum.